bergeitill: [laccolith] lítið berginnskot ofarlega í jarðskorpunni sem hefur hvelft upp berglögin sem ofan á liggja. Sandfell í Fáskrúðsfirði er þessarar gerðar og Baula í Norðurárdal er líklega af þessari gerð.1 Þessi innskot eru bæði úr súru storkubergi (felsic), rýólíti.


Innskot úr basísku storkubergi (mafic) finnast einnig hér á landi og er bergeitillinn í Stardalseldstöðinni líklega þekktastur.2












Heimild:
1 Ágúst Guðmundsson, Federico A. Pasquarè, Alessandro Tibaldi 2014: Dykes, sills, laccoliths, and inclined sheets in Iceland, Í bókinni: Physical Geology of Shallow Magmatic Systems: Dykes, Sills and LaccolithsPublisher: SpringerEditors: C. Breitkreuz, S. Rocchi.
2 Federico Pasquarèa, Alessandro Tibaldi 2007: „Structure of a sheet-laccolith system revealing the interplay between tectonic and magma stresses at Stardalur Volcano, Iceland“, Journal of Volcanology and Geothermal Research 161 (2007) 131–150.