10Be myndast þegar róteindir geimgeisla rekast á N2 og O2 í gufuhvolfinu og þar sem steindir sem innihala súrefni liggja óvarðar fyrir geimgeislun. 10B hrörnar síðan í 10B með helmingunartímanum 1,5 Má. ◊
Eftir að 10Be hafur myndast í gufuhvolfinu fellur það fljótlega út í seti vegna þess hve hvarfgjarnt það er, Í setinu hrörnar 10Be líkt og aðrar geislavirkar samsætur og það má því nota til að finna hraða setmyndunar.
Í djúpálunum sekkur úthafsskorpan undir eyjabogana líkt og er að gerast á eldhringnum við Kyrrahaf. 10Be getur því borist í kviku við hlutbráðnun og borist upp við eldgos. Útilokað er að það hafi borist frá möttli vegna stutts helmingunartíma 1,5 Má.
Sjá helmingunartíma.