apatít: [apatite] á við fjölda fosfatkristalla sem eru aðaluppspretta fosfórvinnslu nú. Það finnst ýmist sem fallegir glergljáandi kristallar eða í knippum með öðrum kristölluðum steindum. Tærir og litfagrir kristallar apatíts væru vafalaust vinsælar skrautsteindir ef harka þeirra væri meiri (Mohr: 5) og þeir væru ekki eins brothættir og erfitt að slípa þá eins og raunin er.


Sjá helstu einkenni: |einkenni|


Kalsín flúor posfat (Apatite-(CaF), [Ca5(PO4)3F]) finnst sem agnarsmáir grænir glergljáandi kristallar í margs konar storkubergi og einnig í magnetít-útfellingum.


Hýdroxíðapatít (apatite-(CaOH), Ca5(PO4)3OH) myndar græna og ogt glergljáandi kristalla. Það er sjaldan hreint í bergi en blandað flúoraðatíti þar sem flúor tekur up sæti OH- jónarinnar í sameindinni þe. blandkristall.