Ol Doinyo Lengai: [fjall guðs] í norðanverðri Tanzaníu [S2°45'5°" E35°54°8"] ◊. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊. er eina virka eldfjallið sem vitað er að gjósi svokallaðri natrocarbonatít-kviku. Fjallið er dæmigerð eldkeila, 2.960 m hátt og storkubergið er einkum úr tvenns konar steindum, nyerereít (Na2Ca(CO3)2) og gregorít (Na2K2Ca)CO3). ◊
Þessar steindir teljast til karbónata þar sem natrín (Na), kalsín (Ca) og kalín (K) er að finna í miklu magni. Báðar eru steindirnar vatnsfirrtar og veðrast því afar hratt þegar þær komast í snertingu við raka andrúmsloftsins. Hraunbráðið í hraunlænunum er aðeins 510°C heit og sýnast þær því svartar í dagsbirtu en rauðglóandi í náttmyrkri. ◊
Norðan Ol Doinyo Lengai er Natronvatn.
Sjá eldkeilur.