Ardipithecus ramidus: er elsta beinagrind af apa mannaættar sem fundist hefur. Beinin fundust á milli veggja 4,4 Má gamalla öskulaga ◊. [GATC] (Geala Tuff Complex ) og [DABT] (Daam Astu Basaltic Tuff) á Awash-svæðinu. ◊. Beinin eru talin vera af ungum kvenapa sem hefur verið ≈ 120 cm hár og vó ≈ 50 kg og var „beinagrindinni“ gefið vinnuheitið Ardi. ◊.


Það var í nóvember 1994 að tvö handarbein fundust og viku seinna höfðu 125 bein komið í leitirnar. Það voru hlutar höfuðkúpu, tennur, mjaðmargrind og bein útlima handa og fóta en það eru einmitt þau bein sem mikilvægust eru til að skilja likamsburð og lifnaðarhætti lífverunnar. Ardipithecus ramidus. ◊.



Myndskeið á Netinu: The Incredible Human Journey — Out of Afrika 6/6