Selta sjávar

Miðað við þunga er mestur hluti sjávar vatn eða um 96,5% en um 3.5% eru uppleyst sölt. Saltið sem eftir væri ef höfin gufuðu upp myndi nægja til að þekja hafsbotninn með 56 m þykku samfelldu lagi af salti.


Í sjónum hafa fundist flestöll frumefni sem þekkt eru á jörðinni. Sum frumefnin eru aðeins finnanleg með nákvæmustu mælitækjum en stærstur hluti seltunnar eða 99.9% stafar einungis frá 9 jónum. Af þessum jónum ber mest á natríni- og klóríðjónum. Sé sjórinn eimaður myndar matarsalt stærstan hluta saltanna eða um 76,6% þeirra.


Sjá um orsakir seltu sjávar.