Djúpsjávarset [pelagic sediment] er einkum þrenns konar. Set borið af landgrunni, set af lífrænum uppruna og set sem fallið hefur út á staðnum. Helstu myndanir djúpsjávarsets eru:
| A | Set, einkum grávakki, ættað af landi og sem borist hefur með gruggstraumum ofan af landgrunninu. Einkum er um að ræða leðju, sand og möl. | 
| B | Rauður og brúnn leir á meira en 4 km dýpi, einkum úr leir-, kvars- og glimmerögnum. Þetta set er líklega vindborið set og stafar liturinn af oxun járns. | 
| C | Kalkeðja úr götungum ◊   og kokkólítum.  ◊   ◊   ◊.   ◊   ◊   ◊   ◊   Þeir eru hvor úr sínum flokknum innan einfrumunga. Þetta set myndast einkum í hlýjum sjó og ofan 3 km dýptarlínu því kalk leysist betur upp í köldu vatni en hlýju og þrýstingur hefur þau áhrif að allt kalk hefur leyst upp neðan 5 km dýptarlínu. | 
  
| D | Kísilþörungaeðja úr kísilskeljum kísilþörunga er einkum áberandi á miklu dýpi þar sem kalkskeljar götunga og kokkólíta hafa leyst upp áður en þær náðu botni. | 
| E | Djúpsjávarset myndast einnig við útfellingar efna á staðnum. Mest ber þar á svokölluðum mangankúlum  ◊   ◊   sem myndast við útfellingar á djúphafsbotninum. |