Vatn sem liggur í dæld allt árið kallast stöðuvatn. Flest þeirra hafa í- og útrennsli á yfirborði en um önnur flæðir aðeins grunnvatn. Stöðuvötn jafna ávallt rennsli þeirra fljóta sem renna um þau.
Dældir sem stöðuvötn eru í hafa myndast á ýmsan hátt og má þar t.d. nefna jökulsvörfun, jarðskorpuhreyfingar, eldsumbrot og berghlaup. Á mælikvarða jarðfræðinnar eru stöðuvötn skammæ enda geta þau horfið af ýmsum ástæðum. Í tímans rás fyllast flest stöðuvötn, ýmist af seti eða þau tæmast þegar útfallið ræsir þau fram. Jökulár og dragár bera mikið set í stöðuvötn og í sumum eins, og t.d. Mývatni, hleðst kísilgúr á botninn. Jarðskorpuhreyfingar hafa einnig mikil áhrif á tilveru stöðuvatna og lón við jökuljaðra eru háð breytingum á jöklum.
Stærsta vatn landsins, Þingvallavatn, fellur ekki inn í yfirlitið í T (eða| Tgluggi|), enda hefur það myndast við jökulrof og jarðskorpuhreyfingar auk þess sem móbergshryggurinn Dráttarhlíð hefur hækkað vatnsborðið verulega. Svipað er að segja um Mývatn sem bæði er í jökulsorfinni dæld og stíflað af hraunum.