Jökulár

Jökulár renna undan jöklum og eru oft nefndar jökulvötn. Vatnið er ýmist leysingavatn vegna sólbráðs og loft- eða jarðhita eða regn sem fellur á jökulinn. Rennsli jökulvatna er sveiflukennt og ber þar mest á þrenns konar sveiflum auk jökulhlaupa.


Dægursveifla verður á rennsli vegna mismunar á lofthita dags og nætur. Þá er vatnið í lágmarki við jökuljaðarinn snemma morguns áður en sólbráð hefst en hámarki nær rennslið um tveimur tímum eftir hádegi. Árstíðabundin sveifla verður vegna mismunar á hitafari sumars og vetrar. Jökulárnar eru minnstar í febrúar. Þær eru þá iðulega mjög vatnslitlar og oft blátærar á að líta. Yfirleitt nær rennsli þeirra hámarki síðsumars í ágúst. ◊. Þegar vöxtur þeirra er sem mestur eru þær kolmórauðar af jökulleir og aur sem þær bera með sér frá jöklinum. Jökulsá á Dal (Jökla) mun bera með sér um 112 þúsund tonn af aur á sólarhring yfir sumarmánuðina.


Langtímasveiflur í jökulám verða vegna veðurfarsbreytinga og breytilegrar stærðar jökla. Þær eru fremur óreglulegar og gerast á löngum tíma. Sem dæmi um jökulsá má nefna Hverfisfljót, Jökulsá á Sólheimasandi og Skeiðará.


Samanburðartafla: |T|


Til baka í flokkun vatnsfalla