Í eyðimörkum þar sem mikil uppgufun er og grunnvatn dregst upp í bergið falla jónir út og mynda saltkristalla við yfirborð þess þegar vatnið gufar upp. Þrýstingurinn, sem kristallarnir valda með vexti sínum, sprengir bergið þannig að flögur falla af yfirborði þess. Í borgum þar sem mengunar gætir og súrt regn fellur á mannvirki og listaverk úr steini leysast steinefnin upp og falla síðar út og mynda kristalla nálægt yfirborði og flýta þannig fyrir veðrunarskemmdum.
Sjá saltveðrun.
Sjá INDEX → V → veðrun
Sjá nánar um veðrun → Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Veðrun.