saltveðrun: [salt weathering, haloclasty, salt wedging] veldur því að berg molnar og hrörnar við yfirborð vegna þrýstings frá kristöllum sem féllu út úr saltlausnum er síuðust inn í bergið. ◊ Sandsteinn virðist afar viðkvæmur fyrir þessari tegund veðrunar en granít og basalt verða einnig fyir barðinu á henni. Ekki er ólíklegt að ýmis einkenni veðrunar sem hér á landi hafa verið flokkaðar undir frostveðrun séu að stórum hluta af völdum saltveðrunar — einkum mannvirki ýmiss konar.3 ◊. ◊.
Söltin berast einkum í bergið á tvennan hátt. Þau berast með vindum af hafi eða að berg á yfirborði sígur saltmengað grunnvatn í sig. ◊ Algengustu söltin sem taka þátt í saltveðrun eru eru halít (NaCl), gifs (Ca2SO4 · 2 H2O), natrínsúlfat (Na2SO4) og natrínnítrat (NaNO3) og vötnuð form þeirra.1
Margar höggmynda í Mahabalipuram í sunnanverðu Indlandi ◊. ◊. eru illa farnar af saltveðrun vegna seltu sem bers með vindum af hafi og forn listaverk í eyðimörkum Egyptalands eru víða illa leikin.
Sjá vaxkökumynstur af völdum veðrunar.
Sjá INDEX → V → veðrun
Sjá nánar um veðrun → Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Veðrun.
Heimildir: | 1. Goudie, Andrew 2004: Encyclopedia of geomorphology, Routledge, 2, hefti j-z bls.658 2. Sauchyn , D.J.: < http://uregina.ca/~sauchyn/djs/ > (Skoðað 18.05.2009) < http://uregina.ca/~sauchyn/geog221/wthrng.html > (Skoðað 18.05.2009) 3. Salt Weathering on Buildings and Stone Sculptures (SWBS) < http://swbss.dk/ > |