perlusteinsgúlar: Líklega hafa hraungúlarnir flestir myndast við gos undir jökli. Jökulvatnið hefur ekki náð að skola glersallanum burt af þeim yngstu og eru þeir því kallaðir perlusteinsgúlar eins og Prestahnúkur ◊ á Kaldadal og Bláhnúkur við Landmannalaugar.