leirsteindir eru fjölskrúðugur flokkur og gegna mikilvægu hlutverki í ummyndun bergs. Í sumu ungu gosbergi er oft mikið af smásæju holrými á milli kristallanna. Vatn sem seytlar um slíkt berg ber með sér leirsteindir sem fylla holrýmin þannig að bergið þéttist og breytir um áferð og lit. Helstu leirsteindir hérlendis eru td. bentónít, kaólínít, klórít, seladónít og smektít.