Háhitasteindir

Hér á landi nær rof í mesta lagi 1500 - 1800 m niður fyrir upphaflegt yfirborð og því sjást þar yfirleitt aðeins fyrstu stig ummyndunarinnar. Aðeins í rótum megineldstöðva og rofnum háhitasvæðum sjást seinni stig ummyndunarinnar. Þar má því oft finna háhitasteindir eins og t.d. epidót og granat sem myndast við mikinn hita og þrýsting.