Fellingahreyfingin sem var virk við austurströnd Lárentíu (austurströnd Norður-Ameríku) á Ordóvísíum er venjulega kölluð Taconic-fellingahreyfingin. Þessi fellingahreyfing er sú fyrsta af þremur, sem myndaði Appalachian-fjöllin.
Taconic-fellingahreyfingin stafaði ekki af árekstri tveggja meginlanda. Hún gerðist öllu fremur vegna þess að eyjuna Avalóníu, sem var brot úr Gondvanalandi og lá í Japetushafi milli Lárentíu og Baltiku annars vegar og Gondvanalands hins vegar, rak að austurströnd Lárentíu. ◊ Berglagasnið sýna amk. 6000 m þykka myndun ◊
í strandhafinu landmegin eyjabogans (mynd ◊
b) og á setberginu og má sjá að strandhafið grynnkaði hraðar en botninn náði að síga vegna þungans. ◊.
Í lok ordóvísíum var flyksa nánast hætt að myndast og mólassi tók við.
Það sem styður þessa röð atburða er að á austurströnd Norður-Ameríku er að finna berglög sem eru frábrugðin þeim sem fyrir eru í meginlandskjarna álfunnar. Einnig finnast í þeim steingervingar þríbrota ◊ frá kambríum og árordóvísíum sem ekki lifðu við austurströnd Norður-Ameríku. ◊
Núverandi norðurhluta Írlands og Skotland var að finna við austurstrond Lárentíu en hluti Avalóníu bar með sér suðurhluta Írlands og England og þessir hlutar mynduðu núverandi Bretlandseyjar.
Afstaða meginlanda á miðsilúr (425 Má) ◊
Afstaða meginlanda ◊
Sjá gamlar kenningar um jarðtrog.