Kaledóníska fellingahreyfingin

Um miðja fornlífsöld (ordóvísíum – árdevon) rak Baltiku (Norðvestur-Evrópu) að Lárentíu og norðurhluti Japetushafs lokaðist. Fellingahreyfingin sem varð til við þennan árekstur myndaði Kaledónísku fellinguna í Skotlandi, Noregi og á austurströnd Grænlands. Í Bandaríkjunum er Kaledóniska hreyfingin kölluð Acadian-fellingin og nær þar frá Nýfundnalandi til Alabama (Hún myndar þar aðra hrinu Appalachianfjalla).


Meginlandið sem til varð við áreksturinn kallast Lárasía og er oft kennt við rauða devon-sandsteininn (The Old Red Sandstone Continent). Hann er úr rauðleitu landrænu molabergi og er þessi setmyndun álitin benda til fremur þurrs loftslags.


Eftir myndun Kaledónísku fellingarinnar myndaðist mikið meginland í norðri og sunnan þess var einnig mikið meginland, Gondvanaland, en víðáttumikið haf Tethyshafið skildi á milli. ◊.


Evrópa á síð-devon


Afstaða meginlanda


Sjá meira um ORS-meginlandið.