Alfred Russel Wallace (1823-1913) ◊ var breskur náttúrufræðingur. Hann fór í rannsóknarleiðangur til Amazon-svæðisins og síðar til Súndaeyja í Indónesíu. Þar tók hann eftir því að dýralífið á Bali og Lombokey var um marg ólíkt þó svo að aðeins mjótt sund skildi þessar eyjar að. ◊ Þarna þróuðust hugmyndir Wallace um þróun lífríkisins sem voru um margt líkar kenningum Darwins.
Þetta kemur fram í bréfi sem Wallace skrifaði Darwin og varð til þess að þeir voru báðir skrifaðir fyrir þessari kenningu hjá Linnean Félaginu í London. Fyrir áeggjan vina sinna þeirra Charles Lyel og grasafræðingsins Joseph Hooker hraðaði Darwins skrifum um hugmyndir sínar og lauk við frægt verk sitt Uppruni tegundanna [Origin of Species] sem út kom 1859.
Ólíklegt er að Wallace hafi haft hugmynd um rek Dekanskagans og Ástralíu. ◊