Talið er að rannsókn á jarðfræði Íslands hafði byrjað með ferðum Eggerts (1726-1768) og Bjarna (1719-1779) um landið á árunum 1752-1757. Segja má að þeir Eggert og Bjarni séu fyrstu íslensku jarðfræðingarnir þrátt fyrir að menn á borð við Snorra goða á Alþingi (árið 1000) höfðu áttað sig á undirstöðuhugsun jarðfræðinnar. Snorri goði gerði sér grein fyrir því að undir fótum þingheims væri brunnið hraun og einnig tengdi hann uppruna þess og myndun við eldana sunnan Þingvallavatns.
Jarðfræðin sem vísindagrein var varla til þegar Ferðabók Eggerts og Bjarna kom út árið 1772, og það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að James Hutton kom fram með hugmyndir sínar um hina jarðfræðilegu hringrás sem leiddi til sjálfstæði jarðfræðinnar sem vísindagreinar. Segja má að þeir félagar hafi verið frumkvöðlar í orðsins fyllstu merkingu, en í Ferðabók Eggerts og Bjarna má finna margskonar jarðfræðilegan fróðleik og upplýsingar um fundarstað jarðefna.
Eggert og Bjarni voru fyrstir mann til að átta sig á að berggrunnur landsins skiptist í tvennt annars vegar í regluleg klettabelti (blágrýtismyndunin) og hins vegar brotakennt efni gert úr klettum, möl og leir (móbergsmyndunin). ◊ Einnig skrifaði Eggert um fundarstaði steingervinga svo sem í Hallbjarnarstaðakambi á Tjörnesi ◊ ◊ ◊ og við Brjánslæk. ◊ ◊ Hann taldi að blaðförin í Surtarbrandsgili við Brjánslæk væru merki um ævaforna laufskóga og er sú túlkun enn við líði þrátt fyrir að ýmsar aðrar skoðanir hafi komið fram svo sem að um væri að ræða rekavið. ◊ Eggert og Bjarni voru fyrstir til að beita jarðbor, sem þair köllluðu raunar jarðnafar, hér á landi.
Ferðabók Eggerts og Bjarna kom í fyrstu aðeins út á dönsku. Fáeinum árum síðar kom hún út á þýsku, ensku og frönsku, en íslensk þýðing kom ekki út fyrr en árið 1943.