Þegar breyta skal stærðum í metrakerfinu er rétt að gera það skipulega og venja sig á vissar öruggar aðferðir. Hér fylgja nokkrar reglur sem geta komið að gagni.

Dæmi: Breyttu 1,9 Å í nm.


Við förum í leitina og leitum að Å eða aa og sjáum að 1 Å = 1 · 10−10 m. Síðan leitum við að forskeytum eininga (hér nægir að slá inn [forskeyti] í efri leitargluggann) og sjáum að 1 nm =  1 · 10−9 m. |T|


Ávallt er best að breyta fyrst í grunneininguna sem hér er m og breyta síðan í þá einingu sem beðið var um eins og hér er sýnt:



  



Á sama hátt er auðvelt að breyta 1,9 Å í pm:


  

Rúmmál

Við rúmmálseininga þarf að gæta þess hvort einingin er skrifuð í þriðja veldi líkt og cm3 eða mL.


Í eftirfarandi dæmi þarf að breyta km3 í lítra og á síðu um rúmmál sést að 1 L = dm3.

Hér verður km fyrst breytt í dm og færsla síðan þrefölduð við breytingar frá km3 → dm3.

     

Rúmmálsbreytingar í L eru einfaldari eins og sést á eftirfarandi dæmi þar sem breyta á 50 µL → mL.


Breytingaferlið verður:

  

Nú má stytta einingarnar út:

  

og reikna síðan út og skrifa svarið á staðalformi með réttum markvarðum tölustöfum:

50 × 10–3 µL = 5 × 10–2 mL.



Massi

Gígatonnum breytt í grömm:



Sjá töflu með margföldunarforskeytum: |T|


 

1 gígatonn jafngildir 1 · 1015 grömmum.