rúmmál: það magn rýmis sem þrívíddar-rými getur rúmað td. ílát; rúmmál er táknað með V; [volume]. ◊
Rúmmál tenings er lengd á hlið hans í þriðja veldi og er teningur sem er 1 m á kannt því 1 m3 sem er afleidd eining SI-kerfisins.
Rúmmetri er stór eining og hentar því illa í efnafræði og eru því minni einingar notaðar eins og 1 dm3 og 1 cm3. Einnig eru einingarnar lítri (L) og millilítri (mL) notaðar en lítrinn er ekki SI-eining.
1 dm3 = 1 L og 1 cm3 = 1 mL.
Sjá kerfi forskeita: |T|
Rétt er að leggja á minnið að við STP vegur vatn eftirfarandi: |
||
1 m3 | = | 1 tonn = 1000 kg |
1 dm3 | = | 1 kg |
1 cm3 | = | 1 mL = 1 g |