rafhlaða: gefur frá sér straum vegna efnafræðilegs ferlis. Rafeindir losna við annað skautið og hitt skautið tekur við þeim. Til þess að flæði rafeindanna geti átt sér stað þurfa skautin að liggja í rafvaka sem annast flutning á milli þeirra og utan rafhlöðunnar þarf að tengja skautin með rafrás (vír). ◊