jónajafna: sýnir alla ramma rafvaka sem jónir í efnajöfnu; [ionic equation].


Dæmi:

Pb(NO3)2(aq) + 2 KI(aq) PbI2(s) + 2 KNO3(aq)

Heildar jónajöfna sýnir alla uppleysta rafvaka í lausninni og lítur svona út; [complete ionic equation]:


Pb2+(aq) + NO3-(aq) + K+(aq) + 2 I-(aq) PbI2(s) + K+(aq) + NO3-(aq)
                                                                                                   

Jónirnar K+(aq) og NO3-(aq) eru bæði hjá hvarfefnum og myndefnunum og virðast ekki taka þátt í hvarfinu — þær eru svokallaðar meðjónir.


Þegar meðjónunum er sleppt eru þær einfaldlega fellar (styttar) út líkt og í algebrujöfnu og þá fáum við nettó jónajöfnu; [net ionic equation].


Pb2+(aq) + 2 I-(aq) PbI2(s)

Í styttri jónajöfnu eru aðeins þær jónir og sameindir sem taka þátt í efnahvarfinu.


Summa anjóna og katjóna verður að ver núll báðum megin í jöfnunni:


(2+) + 2 · (1–) = 0


Eftirfarandi vinnureglur sýna hvernig stilla skal jónajöfnu:

  1. Skrifaður stillta sameindajöfnu fyrir hvarfið.

  2. Endurskrifaðu jöfnuna þannig að hún sýni jónirnar sem myndast þegar rafvakar klofna (jónast) í einstakar jónir. Aðeins rammir rafvakar sem leysast upp í vatnslausn eru skrifaðar á jóna-formi.

  3. Greindu og styttu út allar meðjónir.