Pappírsstærð prentara

Prentarar sem seldir eru hér á landi eru með pappírsbökkum (skúffum) fyrir pappírsstærðina A4. Í mörgum tilfellum eru aðsend gögn og einkum ef þau eru ættuð frá USA stillt á Letter (US Letter)


Við útprentun er rétt að aðgæta pappírsstærðina, bæði í ritvinnslunni og í samtalsglugga prentara.


Í samtalsglugga prentarans er flipinn Page Setup og þar er hægt að velja A4.