Stikur LOw

Í nýjustu útgáfum LibreOffice geta stikurnar, staðalstikan eða sniðstikan, horfið. Þetta gerist líklegast ef smellt er ógætilega á svokallað handfang stikunnar. Stikan hverfur þó ekki alveg heldur liggur í felliglugga lengst th. nálægt músarbendlinum á myndinni hér að neðan.



Á stikunum eru „handföng“ — daufar punktalínur eins og sýnt er á myndinni hér th.
  1. Renndu bendlinum yfir handfangið
  2. Þá á hann að breytast í hönd 
  3. Þegar reynt er að draga höndina til hliðar myndast grár rammi um stikuna og þá má draga hana á þann stað þar sem hún á að vera naustuð sbr. myndina hér að neðan.