Titilstika LibreOffice Writer í xUbuntu á Intel PC-vél í Windows.


Gluggarnir í xUbuntu gluggaumhverfinu eru dregnir til með því að smella bendlinum á titilstikuna yfir glugganum. Stundum gerist það að þessi stika sést ekki og hefur runnið á bakvið verkefnaborða xUbuntu [Task bar]. Til þess að hreyfa gluggann við þessar aðstæður þarf að gera eftirfarandi:


Halda Alt-lyklinum niðri og smella einhvers staðar í gluggann og draga hann til. Bendillinn á þá að breytast í kreppta hönd og þá er hægt að draga gluggann til.



Í xUbuntu sem sett hefur verið upp í VMWare Fusion 3 sýndarvél á Mac getur það gerst að þessi borði hverfi og Gluggarnir festist. Þá má reyna að slá á Alt+F2 og skrifa xfwm4 í samtalsgluggann sem opnast og smella síðan á RUN.




Svo getur farið að stillingar á gluggum forrita td. í LibreOffice brenglist þannig að val á tækjastikum hegði sér óeðlilega. Til að lagfæra þetta er rétt að þurrka eigin stillingar notanda út og fá sjálfgefnu stillingarnar aftur. Þetta er gert með því að hreinsa stillingar.