Meira um mótun töflur og mótun þeirra


Til baka.



Þegar taflan er mynduð tekur hún upp bilið á milli vinstri og hægri textamarka.
Þessu má breyta með því að setja bendilinn á vinstri mörk töflunnar eins og sýnt er á myndinni th. og draga þau til hægri inn á textaflötinn. Þetta má svo endurtaka hægra megin.
Breidd dálkanna má svo stilla með bendlinu eða jafna bil þeirra eins og sýnt er hér neðar á síðunni.
Ef taflan er valin og ljómuð með því að stinga bendlinum í hana og

Ctrl + A í xUbuntu og Windows
⇧ ⌘ á Mac OS X

er hægt að breyta textamörkunum fyrir töfluna eina.

Þetta er gert með því að fara með bendilinn upp á kvarðastikuna (sjá rauða hringinn sem pílan bendir á) og draga þau inn að miðju.
Hér hefur bilið á milli textamarka (töflunnar) verið þrengt og þá kemur í ljós að bil dálkanna eru ójöfn.
Með því að smella á valhnappinn Optimize í töflustikunni eins og sýnt er á myndinni hér að ofan má jafna breidd dálkanna [Distribute Columns Evently]. Einnig má draga dálkamökin til með bendlinum og það á einnig við um mörkinn á milli línanna.
Dálka og línur í töflum má ávallt stilla með bendlinum.