Töflum í LOw breytt

Rétt er að kalla töflustikuna fram með:
  1. View
  2. Toolbars ► Haka við Table
Þessi stika getur ýmist verið fljótandi eða naustuð.

Ábending um hlutverk hnappanna birtist þegar bendlinum er rennt yfir þá.

Gert er ráð fyrir því að töflustikan sé virk.
Þegar dálkum eða línum er bætt í töflu með töflustikunni er dálki bætt við hægra megin við bendilinn og línu fyrir neðan hann.

Til að komast fram hjá þessu er til önnur leið.
  1. Hægrismella með bendlinum í réttri línu
  2. Velja Row
  3. Velja Insert …
  4. Vinstri smella
Við það opnast lítill samtalsgluggi þar sem spurt er um fjölda lína [Row] og hvort bæta eigi þeim við ofan eða neðan við línuna með bendlinum
Sömu aðferð er beitt við dálkana Til að komast fram hjá þessu er til önnur leið.
  1. Hægrismella með bendlinum í réttum dálki
  2. Velja Column
  3. Velja Insert …
  4. Vinstri smella
Þegar línu [Row] er bætt við neðan við neðstu línu í töflu sem þegar hefur fengið „feita” línu sem gerði umhverfis töfluna gerist það sem sést á myndinni th.
  1. Veldu línurnar [Row] fyrir ofan og neðan eins og myndin sýnir
  2. Hægrismelltu
  3. Table …
  4. Veldu Border flipann
  1. Smelltu á „feitu” línuna í samtalsglugganum (hjá bendlinum sbr. mynd)
Við það fær línan sjálfgefna gildleikann 0,05pt
  1. Smelltu á OK
Ef þörf er á að bæta línu við fyrir neðan neðstu línu í töflu LOw er auðveldasta leiðin til þess sú að stinga bendlinum inn í neðsta hólfið th. og styðja á TAB.