Stílar [Styles] og sniðmótun [Formatting]

Stílar eru mikið notaðir til að sniðmóta texta. Þeir flýta fyrir vinnu og sjá td. til þess að viss gerð efnisgreina líti eins út í löngu skjali. Sé þörf á að breyta útlitinu nægir að breyta stílnum og breytast þá allar efnisgreinarnar sem tengdar eru viðkomandi stíl.


Hér til hægri má sjá glugga stíla [Styles and Formatting] en hann er kallaður fram með hnappnum á sniðstikunni sem bláa örin bendir á eða:

F 11 í Windows / Ubuntu eða
⌘ T á Mac.

Þessi gluggi getur ýmist verið naustaður eða fljótandi.