sniðmát: [template] eru notuð í margs konar tilgangi og ma. við meðhöndlun texta í ritvinnsluforritum eins og LO Writer MS Word. Öll skjöl í LibreOffice Writer styðjast við sniðmát og þó að þú hafir ekki skilgreint sniðmát við stofnun nýs skjals notar LO forritið sjálfgefið sniðmót fyrir texta. [Default.ott (á MSw heitir það Normal.dot)].


Í sniðmáti textaskjals geta öll þau atriði verið sem venjuleg textaskjöl hafa að geyma. Það getur verið texti, myndir, stílar, upplýsingar um stilingar á mælieiningum, tungumáli, sjálfgefnum prenara og stillingar á valborðum


Sniðmát eru afar hentug við ritun skjala sem þurfa að vera með ákveðnu, jafnvel stöðluðu útliti. Má í því sambandi nefna bréf til stofnana, bréf fyrir gluggapóst, náms- og starfsferilsskrá, tímaritsgreinar og próf.


Dæmi um hentug sniðmát er uppsetning á prófi með lógói skólans, próftíma, heiti fags, bekkja, leyfilegum hjálpargögnum, nöfnum kennara, fjölda blaðsíðna í prófinu og stilling á blaðsíðutali. Ennfremur væru stílar efnisgreina fyrir mismunandi uppsetningu spurninga, svarlína og krossa.


Til þess að ætla efnisgreinum sérstakt umbrot/útlit í sniðmáti þarf að skrá stíl þeirra og auðkenna með nafni.


Sjá nánar um sniðmát í notendahandbók LOw