TAB: [tabulator stop] er frá tímum gömlu ritvélanna sem höfðu stillanleg hök sem hægt var að nota við inndrátt fyrstu línu, töflu- og dálkagerð. Í ritvinnsluforritum er þetta álíka en möguleikarnir eru mun fleiri.
Ef kvarðastikurnar eru sýnilegar sjást sjálfgefin hök ◊ á láréttu stikunni og þau má stilla í:
TAB má líka stilla fyrir hverja efnisgrein á tvo vegur með 4 möguleikum.
Auðveldasta leiðin er að velja hvers konar TAB-hök skal nota þe. við byrjun orðs └, við lok orðs ┘, á miðju orðs ┴ og láta hakið vera við kommuna í tölum með aukastöfum 156,34 með . Þetta er gert með því að smella á táknið í horninu eftst tv. þar sem kvarðastikurnar mætast. Þegar rétt hak hefur verið valið er einfaldlega smellt í láréttu kvarðastikuna yfir textasvæðinu og viðkomandi hak á þá að birtast þar og öll sjálfgefnu hök til vinstri við það hverfa. Þessi hök er hægt að draga til eftir vild.
◊
Seinni leiðin er að gera þetta með:
Áður en þessi leið er valin er rétt að stilla mælieiningarnar td. á cm eða mm og hún hefur það fram yfir að hægt er að velja svokölluð fyllitákn lík því sem algeng eru í efnisyfirlitum og margs konar töflum.