Línubil í LOw

Línubil í LibreOffice writer má ýmist ákveða með samtalsmynd eða með flýtilyklum. Þeir eru ekki sjálfgefnir og þess vegna þarf að stilla þá sérstaklega.


Í MR hafa eftirfarandi flýtiliklar verið stilltir fyrir ritvinnsluforritið LibreOffice Writer.

Ctrl 5 línubil = 1,5
Ctrl 6 línubil = 2
Ctrl 9 línubil = 1 (grunnstilling)

Til þess að þetta virki hjá notendum sem voru skráðir fyrir 12. mars 2013 þarf að gera eftirfarandi ráðstafanir:

  1. Smella á músarholuna efst tv. á skjánum
  2. Velja System
  3. Smella á: Hreinsa stillingar
  4. Smella á LibreOffice
  5. Hætta
og endurræsa LibreOffice Writer

Leiðbeiningar eru hér fyrir þá sem vilja virkja þessa lykla á sínum heimavélum: PC MSWindows eða Mac OS X.