Samsætur súrefnis — hlutfall 18O og 16O

Vatn, H2O, er gert úr samsætum vetnis og súrefnis. Súrefni kemur fyrir sem 16O (99,7%, 17O (0,04%) og 18O (0,2%). Vetni finnst í náttúrunni með tvær stöðugar samsætur 1H (99,984%), 2H (0,016%) og hverfandi lítið af 3H. Massi vatnssameinda getur því verið örlítið mismunandi.


Léttu sameindirnar gufa fremur upp en þær þungu og því má gera ráð fyrir því að hlutfall 18O/16O sé lægra í úrkomu en höfunum en hlutfallið hækkar hjá því vatni sem eftir verður í höfunum.


Mælingar á súrefnis- og vetnissamsætum eru gerðar með massagreini og eru niðurstöður mælinga á súrefninu gefnar upp sem δ18O og lýsir hún mismun á hlutfalli 18O/16O í sýninu sem rannsakað er (sýni) og viðmiðunarsýni ek. staðalsýni (staðall). Mismunurinn er gefinn upp í ‰




Hér gefur hækkandi gildi á 16O lækkandi hlutfall fyrir 18O/16O og þar af leiðandi lækkandi δ18O.



Lækkandi gildi fyrir δ18O í jökulís bendir til kólnunar ◊. og mælingar hafa sýnt að línulegt samband er á milli meðalárshita og „þyngdar“ (samsætugilda) úrkomu. Gera má ráð fyrir að 1‰ lækkun δ18O þýði 1,45°C lækkun á hitastigi.


Súrefni með tiltölulega léttar samsætur binst í stórum jöklum jökulskeiða og við það fækkar 16O og hlutfall 18O/16O hækkar (δ18O hækkar) í því vatni sem eftir verður í höfunum. Súrefni sem binst í hörðum líkamshlutum dýra við slíkar aðstæður sýnir því hækkandi δ18O með kólnandi veðurfari.


Lækkandi gildi δ18O í jökulís sýnir kólnun en á sama tíma hækkar gildi δ18O í skeljum götunga frá sama tíma.


Nokkur dæmi um hitaferla sem byggja á mælingum δ18O í skeljum sjávarífvera eða ís. ◊. ◊.




Sjá tengsl lofthita og samsæta í ískjörnum:


Sjá ennfremur δ13C.


Sjá síðu um breytingar á 16O/18O og D í úrkomu.