Úrkoma og breytingar á 2H og 18O

Innihald tvívetnis (D) og súrefnis-18 (18O) í úrkomu á hverjum stað er mjög breytilegt, eins og myndin sýnir. Nokkurrar sveiflu gætir yfirleitt eftir árstíðum, en langmest áhrif hefur þó uppruni loftrakans sem úrkoman fellur úr, hitastig þess sjávar sem hann myndaðist úr og þau ferli sem stjórna þéttingu rakans frá upprunastað að úrkomustað. Rakt loft er léttara í sér en þurrt og hefur því tilhneigingu til að stíga, en það kólnar um leið, enda lækkar hitastig í lofthjúpi jarðar að jafnaði með hæð. Við kólnunina þéttist rakinn að hluta og myndar ský, vatnsdropa eða ískristalla. Sá raki sem þéttist og getur fallið sem úrkoma er ríkari af tvívetni og súrefni-18 en sá raki sem eftír verður í loftinu.


Sjá kort Braga Árnasonar yfir 2H (D) í úrkomu á Íslandi. og kenniefni.



Heimildir:
Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Stefán Arnórsson 1998: „UPPRUNI JARÐHITAVATNS Á ISLANDI I. Niðurstöður kenniefnarannsókna“ Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 55-67, 1998..