Suðurlandsskjálftar: verða á um 10 - 15 km breiðu belti (sunnan 64°N) [SISZ] á milli Reykjanes-rekbeltisins [RPOR] og eystra gos- og rekbeltisins [EVRZ] eða nánar tiltekið frá Kambabrún austur að Selsundsfjalli suðvestan Heklu. Þarna er vinstri þvergengishreyfing með stefnuna austur-vestur en skjálftarnir tengjast hins vegar sniðgengjum á yfirborði með stefnu frá norðri til suðurs — um er að ræða svokallaða bókahilluhöggun.


Jarðskjálftar verða þegar spenna hleðst upp í berglögum og þau bresta vegna álagsins. Svo virðist sem stórir skjálftar á skjálftasvæði Suðurlands gerist gjarna í hrinum sem standa nokkra daga eða jafnvel ár. Slíkar skjálftahrinur virðast ganga yfir uþb. tvisvar á öld og byrja oft með stærsta skjálftanum austast á skjálftabeltinu og minni skjálftar fylgja í kjölfarið vestar á beltinu. Þetta virðist einkenna hrinurnar 1732 - 1734, 1784 -1789 og 1896.


Sjá nánar um sögulega jarðskjálfta á Íslandi.


Sjá helstu jarðskjálftasvæði Íslands.


Helstu skjálftar á Íslandi frá 1700 til 1990. |T|


Skjálftamiðjur skjálftanna árin 2000 og 2008.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands þar sem birtar eru upplýsingar um jarðskjálfta á Suðurlandi.






Sjá INDEXJjarðskjálftar.