Seguljárnsteinn (magnetít, járnoxíð) er fjórða algengasta bergmyndunarsteindin í basalti og gabbrói á eftir plagíóklösum, ólívíni og pýroxen. Kristallar hans eru jafnan svo smáir að þeir verða ekki greindir með berum augum í berginu en eigi að síður setur hann dökkan lit á bergið. Eins og nafnið bendir til veldur seguljárnsteinninn segulmögnun basalts. Járnmagnið í seguljárnsteini er um 72% og er hann því einna hagkvæmasti járnsteinninn til vinnslu. Miklar seguljárnsteinsnámur eru við Kiruna í Norður-Svíþjóð.


Sjá |einkenni|



Sjá ennfremur helstu bergmyndunarsteindir jarðskorpunnar.


Til baka.