seguljárnsteinn: (magnetít, járnoxíð) [magnetite, Fe3+2Fe2+O4] er algeng frumsteind í basalti.

járn: 72,36 % Fe: [31,03 % FeO / 68,97 % Fe2O3]
súrefni: 27,64 % O


Þeir eiginleikar sjálfsegulmagnaðs seguljárnsteins að dragast að járni hafa lengi verið þekktir en óljóst er hvernig hann hefur náð að segulmagnast. Á fimmtu öld BCE er getið um seguljárnstein í grískum heimildum og líklega er fræðiorðið magnetít dregið af héraðinu Magnesia sem áður var hluti hinnar fornu Þessalíu í Grikklandi. Kínverskar heimildir frá fjórðu öld BCE geta um segulmagnað berg og 20 og 100 CE er getið um að magnetít hafi áhrif á járnnál. Þá er vitað er að Kínverjar voru farnir að nota seguláttavita á 12. öld. Í miðalda ensku (1066 - 1470) merkir orðið loedestone leiðandi steinn, leiðarstein.


Sjá |einkenni|


Meira um seguljárnstein.




Sjá ennfremur: INDEXS → segul-