Pýroxen [pyroxene, gr.: pyro: eldur; xeno: framandi] er byggt upp af sameindakeðjum, (SiO3)-2, sem liggja samsíða kleyfnisflötunum, en þeir mynda u.þ.b. 87°/93° horn innbyrðis. Þetta horn er mikilvægt þegar greina skal á milli pýroxena og annarra keðjusilíkata. Hjá hornblendi eru samsvarandi horn t.d. 56° og 124°.


Ágít [(Ca, Mg, Fe, Al,Ti)2(Al,Si)2O6], [augite] (í flokki: clinopyroxene) er eitt algengasta pýroxenafbrigðið í basalti og gabbrói og mikilvægur bergmyndunarkristall þar sem frumefnin Fe, Mg og Ca eru ríkir þættir.


Pýroxenar sem kristallast í mónóklína kerfinu eru flokkaðir sem clinopýroxenar og hinir sem kristallast í orthorhombíska kerfiinu kallast orthopýroxenar.


Pýroxen-dílar eru mjög algengir í hraunum á Snæfellsnesi, t.d. Berserkjahrauni.


Sjá helstu |einkenni| og keðjusiliköt.