pólvelta: er hreyfing sem stafar af kraftvægi sólar og tungls á jörðina og vegna fráviks hennar frá kúlulögun; [precession].


Möndull jarðar vísar nú á vissa punkta á himinkúlunni en þessi stefna breytist hins vegar með tímanum á reglubundinn hátt þannig að norðurendinn teiknar hring með geislanum 23½ gráður á himinkúluna og fer eina umferð á hverjum 26.000 árum.


Sjá ennfremur um möndulhalla Jarðar og Milankovitch-áhrif.