Júgóslavneskur stærðfræðingur Milutin Milankovitch (1879 - 1958) reiknaði út óreglu á gangi jarðar á sporbaug um sólu og hvaða áhrif það gæti haft á geislun sólar. Atriðin sem Milankovitch lagði til grundvallar eru þrjú:

  1. breyting á möndulhalla jarðar á 41.000 árum (ein umferð á 82.000 árum); [obliquity],
  2. pólvelta (13.000 ár, ein umferð á 26.000 árum); [precession],
  3. breytt miðvik [eccentricity] (hringvik) sporbaugs jarðar um sólu á 96.600 og 413.000 ára fresti; [eccentricity].


Ofangreind atriði er að fina í INDEXI → M → Milankovitch-áhrif.


Kenningar hafa verið uppi um að ísaldir, kuldaskeið og hlýskeið, þeirra megi rekja til Milankovitch-áhrifanna en erfiðlega gengur að fella þessa þætti saman. Hins vegar hallast setlagafræðingar að því að ummerki þessara áhrifa sé að finna í setlögum krítartímabilsins sbr. lög eldtinnu með nokkuð reglulegu millibili.