norðurljós: stafa af árekstrum rafhlaðinna agna (e og p+) sem berast frá Sólu og gasagna í efstu lögum gufuhvolfsins. Þetta gerist við póla segulsviðsins í 100 km til 480 km hæð og þess vegna líkjast ljósin oft fortjöldum sem sveiflast til og frá. Í þessari hæð er að finna gasagnir súrefnis, niturs og vetnis. ◊. Þegar orkuhlaðin rafeind utan úr geimnum rekst á rafeindir gasagnanna flyst hluti orkunnar til rafeinda gasagnanna sem örvast við það og ná hærra orkuþrepi um stund. Þegar þær falla niður gefa þær orkuna frá sér sem ljóseindir er margar hverjar lýsa sýnilegu ljósi. [aurora borealis (norðurhvel), aurora australis (suðurhvel)].


Rafský úr straumum rafagna, oft langvarandi, koma frá svonefndum kórónugeilum sem myndast yfir svæðum þar sem ekkert sérstakt er að sjá á yfirborði sólar og daufust eru og köldust. Þessi svæði kallast kórónugeilar. Í heitari svæðunum er sterkt segulsvið sem kemur í veg fyrir útstreymi rafagna. Þessi stöðugi straumur rafagna frá sólu kallast sólvindur; sá vindur blæs með hraða sem er breytilegur frá 300-700 km/s svo að algengar tölur séu nefndar. Því hraðari sem straumurinn er, því meiri líkur eru á að hann valdi truflunum á jörð. Hraðinn eykst mjög þegar farið er frá miðbaugssvæðum sólar til pólsvæðanna, og er þar ef til vill að finna hluta skýringarinnar á því hvers vegna meira er um norðurljós vor og haust, þegar jörð er lengst frá miðbaugsfleti sólar.1


Sjá um segulsvið Jarðar og sólvinda.



Sjá: INDEXS → segul-





Heimildir:
1 Þorsteinn Sæmundsson 2013: Norðurljós;
< http://www.almanak.hi.is/nordurljos.html >