sólvindur: [solar wind] (segulstormur) er straumur hlaðinna agna — plasma — sem þeytast út frá yfirborði Sólar. Agnirnar eru að mestum hluta rafeindir og róteindir sem hlaðnar eru ≈ 1 keV. Hiti og og hraði agnanna er breytilegur en hreyfiorka þeirra verður stundum svo mikil að þær ná að sleppa úr þyngdarafli Sólar og mynda þá segulstorma sem geta slegið út dreifikerfi roaforku á jörðinni. Segulljós [aurora borealis: norðurljós og aurora australis: suðurljós] og plasma-hali [plasma tail] halastjarna verða einnig til fyrir áhrif sólvinda.



Sjá um segulhvolf.



Sjá: INDEXS → segul-