karst, kerlendi : [De: karst ← Slo: kras] landslag í kalksteinsbergi þar sem grunnvatn hefur náð að leysa bergið upp og skilið eftir niðurföll (svelgi) [sinkhole] og hella með neðanjarðarám, dropasteinum og dropasteinskertum. Upphaflega var hugtakið notað um Karst sem er kalksteinssvæði á Dalmatíuströnd við Adríahaf.


Í Kína eru einhver víðáttumestu karstsvæði jarðar og af ýmsum gerðum.


í norðaustanverðu Guangxi-héraði í Suður-Kína þar sem borgin Guìlín [(Guilin); Kweilin; {桂林} stendur við ána Li {漓江} er að finna uþb. 4.600 m þykk kalksteinslög (99% uppleysanlegt CaCO3 & MgCO3) frá mið-devon og ár-kolatímabilinu. Vegna árekstra jarðskorpufleka hafa jarðlögin lyfst, misgengið og haggast og rofist hratt enda er ársúrkoman 1.873,6 mm og ársmeðalhitinn 18,8°C. Á yfirborði myndar kalksteinninn ýmist staka tinda með þverhníptum bröttum hliðum (drangakarst, turnakarst) [fenglin] eða keilulaga þyrpingar (keilukarst) [fengcong]. Efnaveðrunin hefur myndað óteljandi hella sem ýmist eru ofan eða neðan grunnvatnsborðs enda rennur um helmingur af afrennsli svæðisins neðanjarðar.


Sunnan Kína er Norður-Vietnam og þar við ströndina á Hạ Long flóa ◊. er að finna álíka Karstmyndanir og við Guilin og Li-ána í Guangxi-héraði. Þverhníptu eyjarnar á flóanum eru hluti 1200 m þykkrar kalksteinsmyndunar í tveimur lögum. Það eldra, Cát Bè 450 m þykkt, byrjaði að myndast á árkolatímabilinu en það yngra, Quang Hanh 750 m þykkt, myndaðist á mið-kolatímabilinu og á ár-perm. Þessi kalksteinslög hafa síðan lent í álíka jarðskorpuhreyfingum og rofi.


Á meðan landið lá ofansjávar á síðari hluta ísaldar fyrir 68 - 9  byrjaði kalsteinnin að leysast upp í grunnvatninu með myndun holrýmis og hella. Með áframhaldandi rofi myndaðist dranga- og keilukarst sem sést nú, eftir áflæði sjávar, sem eyjar á flóanum. ◊.
Sjá: kalksteinshellar, shilin, lapies, niðurföll og speleology.