Kalín-argon-aðferðin

Frumefnið kalín hefur 3 samsætur, 39K, 40K og 41K. Af þeim er aðeins ein þeirra 40K geislavirk og hefur hún 1.3 milljarðs ára helmingunartíma. Þessar samsætur sundrast með tvennum hætti. 12% þeirra hremma rafeind og mynda 40Ar:


    40K + ß → 40Ar


en hin 88% klofna og gefa frá sér rafeind og mynda 40Ca:


    40K → 40Ca + ß


Kalín-argon aðferðin, eins og hún er oft nefnd, er hentug til aldursgreininga á storkubergi. Gert er ráð fyrir því að allt argon sleppi úr kvikunni áður en hún storknar því að argon er eðallofttegund og binst ógjarnan öðrum efnum. Þess vegna er allt argon, 40Ar, sem finnst í bergi, tilkomið við sundrun 40K eftir að kvikan storknaði. Aldur bergsins fæst út frá helmingunartíma 40K og hlutfalli þess 40K sem eftir er í berginu og þess 40Ar sem hefur náð að myndast þar. Þessari aðferð hefur talsvert verið beitt við aldursákvarðanir á íslensku bergi frá tertíer.


Með geislamælingum hefur tekist að sýna fram á að brot úr loftsteinum, sem fallið hafa á jörðina, eru öll álíka gömul eða um 4,5 milljarðar ára. Ætla má að loftsteinarnir hafi orðið til í sólkerfinu á sama tíma og jörðin og því sé hún jafn gömul þessum brotum.




Sjá lotukerfið.


Sjá argon-argon aðferðina.


Sjá ennfremur helmingunartíma.