rafeindahremming: [electron capture] rafeindahremming (öfug beta hrörnun) gerist þegar of margar róteindir eru í óstöðugum kjarna og ónóg orka til að framkalla pósitrónu (jáeind). Þessi geislun er sjálfbær hjá geislavirkum samsætum sem geta hrörnað með geislun á pósitrónu (jáeind).


Í þessu tilfelli hremmir ein af róteindum kjarnans rafeind frá K- eða L- orkuþrepunum. (K-hremming eða L-hremming) og myndar nifteind og fiseind ν (neutrino).



    p  +  e   →  n  +   νe