geimsteinn: grjótsteinn; [chondrite] tegund loftsteina sem móðurefnið hefur hvorki bráðnað eða hlutbráðnað. Þeir hafa haglkennda [chondrule, granule, spherule] innri gerð.


Enstatít (E) geimsteinar [Enstatite (E) chondrites] eru sjaldgæf gerð loftsteina. Enstatít-hlutfall þeirra er hátt og mestur hluti málmsambandanna eru súlfíð fremur en að þau séu tengd oxíðum í silíkötum. Þetta getur bent til þess að þeir hafi myndast á því svæði í geimþokunni sem var afar fátækt af súrefni. Etv. innan sporbaugs Merkúrs.


Kolefniskenndir geimsteinar [carbonaceous chondrites] eru að stórum hluta úr lífrænum efnasamböndum og vatni. Þeir eru þó aðeins ≈5% þekktra loftsteina. Meginhlutinn eru silíköt, oxíð og súlfíð og ber mest á ólivín- og serpentínsteindum.


Tilvist rokgjarna lífrænna efna og vatns bendir til þess að þessir steinar hafi ekki lent í miklum hita (> 200°C) síðan þeir mynduðust. Samsetning þeirra er þess vegna talin vera dæmigerð fyrir geimþokuna sem sólkerfið myndaðist úr.


Þekktustu kolefniskenndu geimsteinarnir eru Orgueil-, Murchison- , Tagish-steinninn ◊. og Chebarkul [Ru: чeбapкýль] steinninn.



Nýlega tókst að aldrursgreina nokkur rykkorn í Murchisonsteininum og reynust þau vera 7,5 eða ~ 3 Gá eldra en sólkerfi okkar.