enstatít: [enstatite] pýroxenafbrigði með reynsluformúluna Mg2Si2O6. Steindin er nokkuð algeng og finnst í myndbreyttu bergi, gosbergi og loftsteinum.


Loftsteinum er venjulega skipt í þrjá flokka:

  1.  berg-loftsteinar úr silikatsteindum,
  2.  járn loftsteinar aðallega úr járn-nikkelsamböndum
  3.  berg-járn loftsteinar sem bæði eru úr járni og silikatsteinda.


Sjá pýroxen.