flæðiengi [flood plain] flæðilönd, eru þar sem framburður fljóts úr sandi, mélu og leir sest til vegna þess að fljótið hefur nálgast rofmörk sín við stöðuvötn eða hafflöt og bratti farvegarins er óverulegur. Í vatnavöxtum flæðir fljótið út yfir bakka sína og breyðir úr sér.


Helstu flæðiengi hér á landi eru við Héraðsvötn í Skagafirði, hjá Hvítárnesi við Hvítárvat, í Þjórsárverum og við Eyjabakka austur af Eyjabakkajökli.



Sjá merski, sjávarfitjar.