hæðarstigull: (bratti) árfarvegar gefur til kynna hver hæðarmunur farvegarins er frá ósi til upptaka eða á afmörkuðum hlutum hans. Í ungu landslagi er hææðarstigullinn afar breytilegur frá upptökum til ósa en í gömlu landslagi þar sem ár eru þroskaðar er hann mestur við upptökun en deyr svo vanalega út við ósana þar sem áin mætir rofmörkum sínum; [gradient].


Vanalega er hæðarstigullinn gefinn upp í cm (eða m) á km eða fet á enska mílu. Hæðarstigull Mississippi á lignum neðan St. Paul til ósa er td. aðeins ½ fet á mílu (9,5 cm á km).


Hæðarstigull = Δ Hæð / Δ Vegalengd (lárétt).