Norður-Atlantshaf verður til

Fyrir um 80 milljónum ára teygði Mið-Atlantshafshryggurinn sig til norðurs og skildi að Norður-Ameríku og Evrópu en hann hafði þá þegar ýtt Suður-Ameríku og Afríku í sundur. Í fyrstu klofnaði hryggurinn um Grænland þannig að það varð eyja en síðan varð sú breyting á fyrir um 65 milljónum ára að gliðnun vestan Grænlands hætti en hélt áfram milli Norður-Ameríku og Grænlands annars vegar og Evrópu hins vegar. Eldvirknin var mest á belti sem nær frá Norður-Írlandi um Færeyjar, Ísland til austur- og vesturstrandar Grænlands.


Á Norður-Írlandi eru basaltlögin um 70 milljón ára í Færeyjum 54 - 58 ◊. milljón ára og elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára.


Í fyrstu var hryggurinn nokkuð beinn en smám saman og eftir því sem hafsbotninn óx brotnaði hryggurinn upp í þverbrotabelti sem tengdu hryggjastykkin eins og Reykjaneshrygg og Ægishrygg saman en hann er nú dauður hryggur norður af Færeyjum. Fyrir um 27 milljónum ára virðast rekbeltin hafa verið komin svo langt út af möttulstróknum að hryggjakerfið brotnaði upp. Þá rofnuðu tengslin sem Reykjaneshryggurinn hafði um þverbrotabelti við Ægishrygginn og nýr rekhryggur, Kolbeinseyjarhryggurinn, myndaðist til norðurs, nánast í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum. ◊. ◊.


Flekakenningin gerir ráð fyrir því að ný úthafsskorpa myndist sífellt við flekaskilin og reki síðan út frá þeim. Talið er að rekhraðinn hér á landi sé u.þ.b. 1 cm á ári í hvora átt. Landið stækkar þó ekki því niðurrif ytri aflanna sér til þess. Jöklar og sjávarrof hafa lengst af verið iðnust við rofið auk þess sem veðrun og fallvötn hafa einnig verið liðtæk. Við rofið léttist berglagastaflinn og þá einkum við ströndina þar sem hann lyftist og snarast. Þótt rofhraðinn sé óháður rekhraðanum er margt sem bendir til þess að áhrif ytri aflanna séu svipuð upphleðslunni og að stærð landsins hafi ekki breyst verulega af þeim völdum um langan tíma.





Sjá einnig.