Grunnvatnsflæði

Hæð grunnvatnsflatar er nokkuð breytileg eftir árstíðum og veðráttu. Í frostum og langvarandi þurrkum sígur grunnvatnsflöturinn og jafnast út en í leysingum og vætutíð stendur hann hátt. Þá fylgir hann að nokkru mishæðóttu landslagi á yfirborði og hallar því niður að fljótum, vötnum eða sjávarmáli. Halli grunnvatnsflatarins veldur því að vatnið rennur undan eigin þunga og myndar grunnvatnsflæði, sem er mishratt eftir fallhæðinni og lekt jarðlaganna. Hraðast verður rennslið í gropnum jarðlögum, sér í lagi þar sem grunnvatnið nær að renna eftir sprungukerfum en sprungur geta einnig haft áhrif á rennslisstefnu grunnvatnsins. Yfirleitt er rennslið hraðast efst við grunnvatnsflötinn en verður hægara eftir því sem neðar dregur.


Sjá ennfremur: sprungulind og vellankötlu og

INDEX /=> G /=> grunnvatn.